Afbeelding auteur

Sean A. MooreBesprekingen

Auteur van Conan the Hunter

5+ Werken 190 Leden 1 Geef een beoordeling

Besprekingen

Skemmtileg fantasía um villimanninn Conan sem er skíthræddur við presta, djöfla og galdramenn en berst samt ótrauður við þá með sverði og þrjósku auk þess að vera mikið heljarmenni. Ágætlega spennandi og með óvæntar uppákomur og vandamál sem komu mér einstaka sinnum að óvörum.
Conan var upphaflega skapaður af rithöfundinum Robert E. Howard árið 1932 en eftir andlát hans fjórum árum síðar hafa fjölmargir höfundar spreytt sig við hetjuna auk þess sem Conan og fantasíuheimurinn sem hann býr í hafa lifað vel í teiknimyndasögum, sjónvarpsþáttum og bíómyndum.
 
Gemarkeerd
SkuliSael | Apr 28, 2022 |